Leigjendur
Brák er rekið án hagnaðarmarkmiða og er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum aðgengi að íbúðum í langtímaleigu með því að kaupa eða byggja, eiga og hafa umsjón með rekstri og viðhaldi íbúðanna.
Í lögum um Almennar íbúðir eru skilgreind tekju-og eignamörk ásamt viðmiði um greiðslubyrði leigu, í dag eftirfarandi: 8.327.000 kr. ári, fyrir skatta (eða 693.917 kr. á mánuði) fyrir hvern einstakling. 11.659.000 kr. á ári, fyrir skatta (eða 971.583 kr. á mánuði) fyrir hjón og sambúðarfólk. 2.082.000 kr. á ári (eða 173.500 kr. á mánuði) fyrir hvert barn eða ungmenni að 20 ára aldri sem býr á heimilinu. Samanlögð heildareign leigjenda almennra íbúða að frádregnum heildarskuldum við upphaf leigu, skal ekki nema hærri fjárhæð en 8.307.000 kr.
Ef eftirspurn eftir íbúðum er ekki næg meðal tekjur og eignalágra ekki tekst að leigja út íbúðir Brákar er Brák heimilt að leigja íbúðir til annarra aðila en þó eingöngu til 12 mánaða í senn.
Áttu rétt á húsnæðisbótum?
Húsnæðisbætur eru mánaðarlegar greiðslur sem eru ætlaðar til að aðstoða þá sem leigja íbúðarhúsnæði, hvort sem er í félagslega kerfinu, námsgörðum eða á hinum almenna leigumarkaði. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun annast framkvæmd laga nr. 75/2016 um húsnæðisbætur og tekur ákvarðanir um rétt til húsnæðisbóta.
Almenn afgreiðsla er í höndum skrifstofu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á Sauðárkróki.
Ef þú vilt reikna út hvað þú færð í húsnæðisbætur – er hægt að gera það hér: Ísland.is
Ef þú vilt sækja um húsnæðisbætur – er hægt að gera það hér: Húsnæðisbætur | Ísland.is
Áttu rétt á sérstökum húsnæðisstuðning?
Sveitarfélögin veita sérstakan húsnæðisstuðning umfram húsnæðisbætur. Sérstakur húsnæðisstuðningur er ætlaður þeim fjölskyldum og einstaklingum sem ekki eru á annan hátt færir um að sjá sér fyrir húsnæði sökum lágra launa, þungrar framfærslubyrgðar og félagslegra aðstæðna. Leita skal til þess sveitarfélags sem lögheimili er skráð varðandi upplýsingar og umsókn um sérstakan húsnæðisstuðning.